Skráðu þig á póstlistann

SAFÍR byggingar reisir glæsilegar íbúðir á sælureit við Laugardalinn 

Orkureiturinn er íbúðaverkefni þar sem lögð er áhersla á fallega hönnun og þægindi í fallegu umhverfi. Staðsetning Orkureitsins er einstök þar sem verslun og þjónusta er í göngufæri við eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar.

Snjöll og hagkvæm hönnun

Bjartar og vel hannaðar íbúðir
Á Orkureitnum verða byggðar 436 glæsilegar íbúðir þar sem lögð er alúð við að byggja upp framtíðarheimili þar sem vellíðan íbúa er höfð að leiðarljósi. Við hönnun íbúða er lögð megináhersla á vönduð byggingarefni, hagnýtt skipulag, góða birtu og útsýni. Hver íbúð hefur eigin búnað til loftskipta sem hámarkar loftgæði. Stórt bílastæðahús er tengt byggingum neðanjarðar en auk þess eru verslunar- og þjónusturými á jarðhæð með fjölbreyttri þjónustu við íbúa eins og veitingahús og kaffihús. Áformað er að afhenda fyrstu íbúðir haustið 2024 og að allri uppbyggingu á svæðinu verði lokið í lok árs 2027.
Framtíðarheimili á Orkureitnum
Orkureiturinn er skipulagður og hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku og blágrænar ofanvatnslausnir. Á byggingartíma er lögð áhersla á endurvinnslu byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu. Skipulag reitsins er það fyrsta í Reykjavík sem vottað er af BREEAM Communities vistvottunarkerfinu og hefur það fengið næsthæstu einkunn, sem er „Excellent“.

Allt hverfið í kringum Orkureitinn er í mikilli uppbyggingu. Staðsetningin er í miðju verslunar- og þjónustukjarna í Skeifunni, Glæsibæ og Múlunum, svæði sem er miðsvæðis í þróunarás Reykjavíkurborgar við væntanlega Borgarlínu.

Gildin okkar

Alúð
Við nálgumst verkefnin okkar af alúð. Við nýtum mismunandi styrkleika okkar til að ná hámarksárangri og hlúa vel að því sem við berum ábyrgð á.
Framsækni
Við leggjum áherslu á framsækni. Við sköpum saman starfsumhverfi og menningu sem hvetur til starfsþróunar og endurmenntunar. Við leitum sífellt nýrra leiða við að skapa þekkingu til að ná markmiðum okkar.
Samvinna
Góð samvinna er leiðarljós okkar og lykilforsenda þess að ná góðum árangri. Við berum virðingu fyrir ólíkum þörfum og skoðunum og leggjum áherslu á heiðarleg samskipti. Þannig náum við að vaxa saman.

Stefna og áherslur

Meginstefna SAFÍR bygginga er að byggja og þróa íbúða- og atvinnuhúsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur um lífsgæði og vellíðan.

Fyrirtækið var stofnað árið 2021 og er fyrsta verkefni þess að byggja 436 íbúðir og atvinnuhúsnæði á Orkureitnum í Reykjavík. Mannauður fyrirtækisins hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á íslenskum byggingamarkaði og hefur stýrt og haft yfirumsjón með umfangsmiklum og fjölbreyttum byggingaverkefnum bæði hér á landi og utan landsteinanna.

SAFÍR byggingar leggja sérstaka áherslu á að byggingaverkefni séu skipulögð og hönnuð með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Þá áherslu má glöggt sjá í fyrsta verkefni fyrirtækisins á Orkureitnum en þar verða blágrænar ofanvatnslausnir og endurnýting orku, byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu í lykilhlutverki.

Gæða- og öryggismál

Það er markmið okkar hjá SAFÍR byggingum að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. 

Með faglegum vinnubrögðum og áherslu á að vanda val á öllu byggingarefni er stuðlað að því að þær byggingar sem SAFÍR byggir séu vandaðar og endingargóðar og uppfylli lög og reglugerðir í hvívetna. Mikil þekking og reynsla býr innan SAFÍR auk þess sem miklar kröfur eru gerðar til undirverktaka félagsins. SAFÍR notar Procore verkumsjónarkerfið sem inniheldur verkefnavef, byggingarstjórnun og eftirlit, gæðastjórnun og gæðaúttektir fyrir rekstur verkefna.

Allir starfsmenn SAFÍR fá viðeigandi þjálfun og fræðslu til að sinna hlutverki sínu með faglegum og öruggum hætti þannig að gæðastöðlum og öryggishandbók sé fylgt. Lykiláhersla er lögð á að tryggja öryggi og aðbúnað allra starfsmanna.

Stjórnendur

Hilmar Ágústsson
Framkvæmdastjóri
Þorsteinn Yngvi Bjarnason
Fjármálastjóri
Sigurður Þór Snorrason
Rekstrarstjóri framkvæmda og aðstoðarframkvæmdastjóri
Rósa Aðalsteinsdóttir
Markaðsstjóri
Sigurjón Jónsson
Verkefnastjóri
Helga Bylgja Gísladóttir
Yfirbókari
Bjarni Bragason
Verkstjóri
Bjarni Heiðar Geirsson
Tæknimaður
Davíð E. Guðmundsson
Gæðastjóri
Löggildur matsmaður og múrarameistari
Kristófer Eyleifsson
Fjármál og upplýsingakerfi
Rúnar Sigurður Ólafsson
Tæknimaður lagnakerfa
Davíð E. Guðmundsson
Gæðastjóri
Löggildur matsmaður og múrarameistari
Kristófer Eyleifsson
Fjármál og upplýsingakerfi
Sveinn Ragnarsson
Verkefnastjóri
Viltu nánari upplýsingar?
Hefurðu áhuga á að vita meira um skipulag eða sölu íbúða á Orkureitnum? Skráðu þig þá hér.
Takk! Skráningin hefur verið móttekin.
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.
Viltu nánari upplýsingar?
Hefurðu áhuga á að vita meira um skipulag og uppbyggingu á Orkureitnum? Skráðu þig þá hér.
Takk! Skráningin hefur verið móttekin.
Því miður kom upp villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.